Hæ, ég heiti Dagný!
Ég er áhugaljósmyndari frá Vopnafirði. Ég er lærður fatahönnuður frá Academy of Art í San Francisco auk þess að vera sjúkraliði. Ljósmyndaáhuginn hefur samt alltaf fylgt mér, alveg frá unglingsárunum. Ég hef alltaf elskað sköpunarferlið og finnst fátt skemmtilegra að fylgja verkefni frá hugmynd til lokaútkomu.
Myndavélin fylgir mér mjög oft, sérstaklega á ferðalögum. Ég elska að vera úti í náttúrunni að taka myndir. Þar get ráfað um alein og gleymt mér við að mynda allt frá mögnuðu landslagi yfir í minnstu smáatriði. Ég finn mikinn innblástur í íslenskri náttúru og vil helst hafa allar myndatökur í henni, þar sem fallegt landslagið og náttúruleg birtan fá að njóta sín og umvefja viðfangsefnið.
Ég elska að mynda hið venjulega og finnst gaman að reyna að finna fegurð í stöðum sem fólk myndi ekki endilega telja fallega eða merkilega. Einnig finnst mér gaman að fylgjast með fólki í sínu daglega lífi og festa það á filmu.
Þó að ljósmyndaáhuginn hafi lengi fylgt mér þá var það ekki fyrr en ég flutti aftur til Íslands frá Bandaríkjunum árið 2018 sem að fór að fá tækifæri til að mynda fyrir aðra og taka að mér greidd verkefni. Ég er opin fyrir flestum hugmyndum og er tilbúin reyna fyrir mér í nýjum verkefnum. Samt hef ég helst verið að mynda brúðkaup og fólk og hef ástríðu fyrir því að aðstoða fólk við að varðveita mikilvæg tímamót í lífinu.
Ég hef haldið tvær ljósmyndasýningar. Fyrstu sýninguna, Árstíðir, hélt ég á árið 2019 og í henni einbeitti ég mér að náttúrunni í kringum Vopnafjörð og hvernig hún breytist í gegnum árstíðirnar. Seinni sýninguna, Ókunnugur, hélt ég árið 2024 og þar sem ég velti fyrir mér lífi ókunnugs fólks sem hefur orðið á vegi mínum á ferðalögum í gegnum tíðina.
Ef þið hafið áhuga á skapa eitthvað fallegt saman ekki hika við að hafa samband!